Monday, December 30, 2013

Jóla- og áramótakveðja

Ég sendi þér mínar allrabestu jóla- og áramóta kveðjur.  Vonadi áttu gott prjóna/hekl/ útsaums ár framundan.

Mikið afskaplega líður desember alltaf hratt, sérstaklega þegar ég ákveð á síðustu stundu að búa til jólagjafir. 
How quickly December always passes by and this year especially since I decide at the last minute to knit some Christmas gifts.



Það var búið að veltast í mér hvað ég ætti að gefa systrum mínum í jólagjöf og ákvað ég að lokum að prjóna jólakúlur handa þeim. Ég átti uppskrift sem ég fékk frá Unni vinkonu minni og notaði ég kremhvíta ull í ljósa hlutann og grænt glitgarn í bjöllurnar og prjónaði á prjóna nr. 3. 


 I had been thinking about what I should give my sisters for Christmas and I finally decided to knit Christmas balls for them. I had a pattern I got from my friend Unnur and I used off-white wool in the white part and green glitter yarn for the bells.



Bjöllurnar eru mjög fallegar enda munstrið fallegt. Ég hef aldrei áður prjónað jólakúlur en nú langar mig til að gera eina eftir hverju munstri sem ég á svo það verður fjör framundan. 

The bells are very beautiful. I've never before knitted Christmas balls but now I want to make one from each pattern so I will be having much fun for me ahead.




Jólatréð sem ég byrjaði á í lok nóvember er ekki tilbúið ennþá en stefnan er sú að klára það fljótlega, enda langt komin með það, og prjóna smáhlutina yfir árið. Í desember ætti það að vera tilbúið og hægt að nota það sem dagatal.

The Christmas tree that I started at the end of November is not ready yet but the plan is to finish it soon.  Then I will knit all the small things over the next 11 months. In December, it should be ready to be used as a Christmas calendar.

Á pinterest er hægt að finna þó nokkuð af jólakúlu uppskriftum með því að slá inn t.d.  "Christmas balls knit".

On pinterest are lot of patterns for Christmas balls and I fount them when I taped "Christmas balls knit".

Tuesday, December 10, 2013

Jóladagatal


prjónarans og heklarans.
Eru ekki allir að löngu byrjaðir að opna jóladagatalið hjá Garnstudio? Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá er það hér. 




The Advent calendar for those who knit and crochet.
Hopefully every knitter and crocheter has started to open the advent calender from Garnstudio.  If not you can find the website here.

Tuesday, December 3, 2013

Desember

Nú er desember kominn og styttist óðum í jólin. Þá er um að gera að jólast aðeins. 
Now it's December and the holidays are rapidly closing in. Then, it´s time to make things for Christmas.

 Ég ákvað að prjóna jólatré. Ég á uppskrift frá Alan Dart sem er alveg frábær prjónahönnuður og hannar alls konar fígúrur og hluti.
I decided to knit a Christmas tree. I have a pattern from Alan Dart who is a fantastic knitting designer and design all kinds of figures and objects.


Ég keypti mér glitrandi grænt pelsgarn sem á eftir að verða vel loðið og glitrandi jólatré. Tréð er í rauninni dagatal og vonandi næ ég að byrja á að prjóna smáhlutina 24 sem á að hengja á tréð frá 1. desember.
I bought sparkling green fur yarn that will be well hairy and sparkling Christmas tree. The tree is a Christmas calendar and hopefully I'll can start on knitting 24 small things that will hang on the tree.

Sunday, October 27, 2013

Peysa

Fyrir nokkru síðan kláraði ég þessa peysu. 
Few weeks ago I finished this sweater.

Ég studdist við uppskrift úr Rowan blaði en breytti garninu og notaði bómullargarn sem ég átti og skrautgarn í kanta. 
I used a pattern form Rowan magazine but changed yarn and added textured yarn to decorate it.


 Mér finnst nokkuð skemmtilegt hvað hún er peysufataleg. 
Sniðið á henni minnir mig á treyjurnar sem konur notuðu hér á þarsíðustu öld.
 I find it quite nice that it reminds me of a sweater women used in Iceland two centuries ago.

Ég þarf að taka mynd af mér í henni og þá sést betur hvað ég er að tala um.
I have to take picture of me wearing it so it is clearer what I am talking about.

Sunday, September 22, 2013

Stjörnur

Ég fann þessar fallegu stjörnur á netinu.

I found those beautiful stars on the internet.


Bloggið sem þær eru á kallast 

little woollie

og þar inni eru flottar myndir og mjög góðar leiðbeiningar sem auðvelt er að fylgja.
Slóðin að stjörnuheklinu er hér. Ég sé þær alveg fyrir mér sem jólastjörnur í rauðu og gyltu/silfruðu.
The stars are on a blogg called" little woollie" and in there are instructions that are easy to follow when making the star. The website is here. I can very easily view them as Christmas stars in red and gold/silver colors.

Monday, September 9, 2013

Ný peysa

Þessi peysa er í vinnslu þessa dagana.
This sweater is on the go these days.


Ég prjóna hana úr Sisu garni og uppskriftin er í prjónablaðinu Ýr.
I knit it from Sandnes sisu and the pattern is from Sandnes yarn.


Og það er smá glitgarn með....
And there is a glitter yarn...

Thursday, August 15, 2013

Þvottastykki - wash cloth

Ég fann þennan fína fugl á Lionbrand vefnum og ákvað að hekla hann. Í rauninni er þetta pottaleppur en ég ákvað að gera hann einfaldan og nota sem þvottastykki. 
I found this nice bird on the Lion Brand website and decided to crochet it. It's really a pot holder but I decided to make one piece and use it as a wash cloth.


Uppskriftin er einföld og þægileg að fylgja eftir. Ég lengdi fuglinn aðeins því ég var með aðeins fínna garn en er gefið upp í uppskriftinni og vildi ég fá hann lengri en en hann er samkvæmt umferðafjölda í uppskriftinni.
The pattern is simple and easy to follow. I made the bird slightly longer because I used yarn that was not as thick as in the recipe and I wanted to have my bird little longer than according to the rows in the pattern.



Uppskriftina er að finna hér.
You can find the pattern here.



Thursday, August 1, 2013

Eyrnaband



Stærð:  8-10 ára, (kvenstærð)

Prjónar nr. 6

Garn: Semilla grosso frá Litlu prjónabúðinni

Munstur: Klukkuprjón.
 Þetta myndband á youtube sýnir vel hvernig á að prjóna klukkuprjón                     http://www.youtube.com/watch?v=gtLaQ9aN1MM .
Munstrið er prjónað á eftirfarandi hátt:
1. umferð: Takið 1 L óprjónaða slétt af prjóninum (þetta er kanntlykkja og er alltaf tekin óprjónuð), * prjónið 1 slétta L, sláið bandi yfir prjóninn og takið eina lykkju óprjónaða fram af eins og um brugðna lykkju væri að ræða*. Endurtakið frá * - * að síðustu lykkjunni. Síðasta lykkjan er kanntlykkja eins og sú fyrsta og er alltaf prjónuð slétt.
2. umferð:  Takið 1 L óprjónaða slétt af prjóninum (kantlykkja), * sláið bandið yfir prjóninn og takið eina lykkju óprjónaða fram af eins og brugðna lykkju, prjónið bandið og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *. Endurtakið frá * - * að síðustu lykkjunni. Prjónið hana slétta.
Þessar tvær umferðir eru endurteknar.

Eyrnaband: Fitjið upp 17 (19) L á prjóna nr. 6. Fyrsta og síðasta lykkjan eru kanntlykkjur. Í byrjun prjóns er fyrsta lykkjan tekin óprjónuð fram af prjóninum og í lokin er síðasta lykkjan prjónuð slétt. Prjónið klukkuprjón þar til stykkið mælist 42 (46) cm.  Fellið af eða geymið lykkjurnar.
Band: Fitjið upp 9 lykkjur. Prjónið 12 umferðir slétt yfir allar lykkjurnar (slétt á réttunni, brugðið á röngunni). Geymið lykkjurnar (ekki fella af).
Frágangur: Saumið eða lykkið eyrnabandið saman. Leggið bandið yfir sauminn á eyrnabandinu, slétta prjónið út, og lykkið saman þannig að bandið fer í hring utan um sauminn á eyrnabandinu og dregur það saman. Mér fannst betra að lykkja bandinu saman til að minnka þykktina framan á því.



Orðskýringar:
Prj = prjónið
Nr. = númer
L = lykkja

Ef eitthvað er óljóst í uppskriftinni, sendið mér endilega póst eða skrifið athugasemd svo ég geti lagað hana. 

Sunday, July 7, 2013

Eyrnalokkageymsla

Fyrir stuttu síðan tók ég gamlan myndaramma og ákvað að breyta honum í eyrnalokkageymslu. Ég var orðin frekar þreytt á því að gramsa í skál til að finna eyrnalokkana sem ég vildi vera með þann daginn.
Some time ago, I took an old picture frame and decided to change it to an earrings storage. I was getting pretty tired of digging into a bowl to find pair of earrings that I would be using that day.


Ég notaði föndurmálningu og málaði ramman hvítan og ákvað að mála hann illa svo það sæist glitta í gyllta litinn sem var á bak við þann hvíta.
I used craft paint and painted the frame white. I decided to paint it badly so I could see the glitter of golden color that was behind the white.


Núna finnst mér mun skemmtilegar að velja mér eyrnalokka því þeir hanga snyrtilega í pörum í stað þess að vera í rugli í skál. 
Now it´s much more fun to choose my earrings because they hang neatly in pairs instead of being tangled in a bowl.



Þetta var ferlega auðvelt og fljótlegt. Lengstan tíma tók að bíða á milli umferða en ég málaði 2 umferðir.
To paint the frame was very easy and quickly done. It took the longest time to wait between paint rounds but I painted two rounds.

Í lokin ákvað ég að sýna hvað það er gott að kúra hjá kisu.
At last I decided to show how good it is to cuddle with our cat.

Monday, June 10, 2013

Coaster

- Glasamottur
Ég gerði þessar glasamottur um helgina. 
I made those coasters last weekend.


Munstrið er gamalt eða síðan 1893 og er miðjuhlutinn af stærra hekluverki.
The pattern is old or since 1893 and is a center portion of a bigger pattern.


Uppskriftin er vel framsett en eingöngu í orðum, engin skýringarmynd. Mér fannst samt auðvelt að fylgja henni og myndin af mottunni var góður stuðningur við lýsinguna. 
The pattern is well presented, but only in words, no diagrams. It was easy to follow it and the picture of the coaster was a good backup with the pattern. 


Saturday, June 8, 2013

Amigurumi

Þá er ég búin að búa til fyrsta amiguruminn minn. Kanski má samt segja að Karólína giraffi hafi verið sá fyrsti og þessi því annar. Ég veit ekki hvort hún sé of stór til að vera amigurumi eða hvort það sé einhver stærðarmörk með þá. 
Well, now I have finished my first amigurumi. Maybe I can count Karolina the giraffe as my first one and this one the second. I don´t know if there is some height control for amigurumi and Karolina therefore to big to be considered as amigurumi.


Þetta er lítil og sæt kanína.
This one is a very cut bunny.


Mér finnst gaman að hekla svona fígúrur. Þessi fékk ekki nafn hjá mér enda hekluð fyrir 9 ára frænku mína sem er líklega búin að gefa henni nafn. 
I think it´s fun to crochet figures like this one. This one was made for my 9 year old niece.

Saturday, May 25, 2013

Bangsapeysa

Þá er bangsapeysan tilbúin til að pakka inn og gefa.
Here is the teddy bear sweater I have been knitting ready to pack and give away.


Ég setti bleikar hello Kitty tölur á peysuna og eru þær bara verulega fínar á henni. Tölurnar keypti ég í tölubúðinni á Hellu sem ég get bara ekki munað hvað heitir.
I put pink hello Kitty buttons on it and they look very fine on it. I bought those buttons in a store in Hella  that I can not remember the name of.


Hvítir bangsar.
White teddies.

Þar sem peysan er klippt í sundur ákvað ég að fela fráganginn með fallegum borða. Bara með því að sauma borðann yfir sauminn og endana varð frágangurinn allur miklu fallegri.
Since the sweater is machine sewed steeked, I decided to finish it with a nice ribbon. Just by stitching ribbon over the seam and the ends makes the finishing so much prettier.


Húfan er prjónuð með sama munstri og ermarnar og skreytt með dúski.
The hat is knitted with the same pattern as the sleeves and decorated with pompon.


Hér er svo peysu- og húfusettið þar sem sést í fráganginn....
Here is the sweater and the hat, showing the finishing with the ribbon ....


og hér er settið tilbúið til gjafar. 
and here it is ready to give away.


Wednesday, May 15, 2013

Blogg

Alltaf þegar ég fer á flakk á Pinterest finn ég spennandi blogg sem ég vil geyma. Ég rakst á þetta blogg í dag og ákvað að bæta því við á listann minn yfir blogg sem ég fylgist með. Bloggið heitir 

La Maglia di Marica 



og er ótrúlega flott. Það er reyndar á ítölsku en með öllum þýðingarforritunum hlýt ég að geta bjargað mér í gegn um textann ef mig langar að gera eitthvað sem höfundurinn gefur uppskrift að. 

Whenever I visit Pinterest I find some interesting blogs that I want to look at again. I came across this BlOGG today and decided to add it to my list of blogs that I follow. The blog is called

La Magliana di Marica

and is incredibly cool. It is actually in Italian but with all translation applications it Must be easy to translate it to a language that i can understand. 


silken-straw-sweater425
http://www.familiejournal.dk/~/media/websites/FamilieJournalen.dk/Website/Handarbejde/Strik%20til%20born/2012/02/08%20Babytroeje%20280.ashx5395560900_3627a03fd2_b_medium2_medium

Sunday, May 12, 2013

Endurvinnsla - recycling

Í dag er heimilið frekar illa statt því ég er farin að sjá hráefni úr allt of mörgu sem fellur til á því.
Today my home is in rather difficult condition because I'm starting to see everything as a material to make something out of.

Það þýðir að ég hendi allt of litlu og geymi því of mikið t.d. af fötum sem eru komin úr tísku eða orðin of lítil eða slitin.
That means I store far too much and throw to little of clothes that have come out of fashion or become to small or are to much used. 

Ég tók mig því til um helgina og dró fram peysu sem hefur legið hjá mér í nokkurn tíma og ákvað að sauma púðaver úr henni.
This weekend I pulled out a sweater (of my stash of old clothes) and decided to sew a cushion.

Ég klippti hana í sundur og bjó mér síðan til skapalón sem var 12*12 cm í þvermál. Saumfarið var 1 cm svo ég miðaði við að fá búta sem voru 11*11 cm að stærð þegar búið var að sauma þá saman.
I cut the sweater apart and made ​​me a squares that were 12 * 12 cm. in diameter. After sewing the squares together the pieces were 11 * 11 cm in size.

Allt var notað.
Almost every pice of the sweater was used. 

 Svo var sest við að sauma bútana saman.
 And then there was some sewing to do.


Ég komst að því að ég átti ekki rennilás til að sauma í púðann svo ég bjargaði mér með böndum sem ég hef klippt af peysum og bolum sem ég hef keypt (sem eru notuð til að flíkurnar renni ekki af herðatrjánnum í búðunum).
I discovered that I did not have a zipper to sew to the cushion, so I decided to use some bands I've cut of sweaters and T-shirts that I've bought (used to prevent the garments from slipping off the clothes hangers).


Önnur hliðin er úr jöfnum ferningum og eru þeir 4 * 4 og stungnir út með bleikum tvinna. 
One side is made of equal squares and they are 4 * 4 and decorated with pink thread.
 Hin hliðin er úr óreglulegum bútum því þá var ég að nýta það sem eftir var og eru þeir 8 cm breiðir og mislangir. Efst þurfti ég síðan að nota stroff sem var í kraganum því peysan sjálf dugði ekki til.
The other side is made of irregular pieces that I cut out of what was left of the sweater and they are 8 cm wide and different in length. I had to use the rib collar on top of my sewing because I had no more material of the sweater available. Every scrap used.


Og tada, flottur púði kominn í stólinn og ef hann skitnar út er ekkert annað að gera en að setja hann í þvottavélina því hann þolir það mjög vel :-) 
And tada, classy chair cushions is ready for use and if it gets dirty I can just throw it in the  washing machine because it can handle it very well :-)