Wednesday, May 23, 2012

Citrus

Fyrir stuttu kláraði ég Sítrussjal. Þetta er annað sjalið sem ég prjóna eftir uppskriftinni.


Ég notaði garn frá Lang sem ég keypti í Garnbúðinni Gauju í Mjódd.


Garnið er grátónað og mislitt. Myndirnar mínar gera garninu ekki góð skil, það er miklu fallegra heldur en sést á þeim.

Uppskiftina fékk á á Ístex vefnum og er slóðin http://istex.is/islenska/uppskriftir/vara/16391/



Í restina ákvað ég að setja mynd af peysu sem mamma prjónaði fyrir mörgum árum síðan (þegar brúna og appelsínugula tískan var). Hún prjónaði hana í heilu lagi og mér finnst nokkuð skemmtilegt að sjá að þessi prjónastíll á peysum sé kominn aftur.


Fewdays ago did I finished a Citrus shawl. It´s the second one I knit from the icelandic translate. The yarn I used is greyscale. My pictures is not doing the colors of the yarn justice, it is much more beautiful than they showes. The pattern is from the website Ístex and is found here: http://istex.is/islenska/uppskriftir/vara/16391/ .
I decided to put a picture of a sweater that my mother knitted many years ago (when the brown and orange fashion was). She knitted it in one piece and I think it feels quite nice to see that this style of knitting sweaters are back.

Sunday, April 29, 2012

African flower

 Nú er ég skyndilega mjög upptekin af því að hekla. Líklega vegna þess að það bíða svo mörg prjónaverkefni eftir því að klárast.


Á pinterest fann ég þetta fallega munstur sem kallast african flower. Ég stormaði í Europris og keypti mér nokkrar dokkur af bómullargarni. Það er nógu ódýrt garnið þar til að maður tími að kaupa nokkra liti að leika sér með.


Ég hef verið að hekla stakar dúllur og eru þær hugsaðar sem glasamottur fyrir sumarið ... og líklega bara lengur þar sem þær eru mjög fallegar.


 Slóðin að uppskriftinni er http://www.craftpassion.com/2011/04/crochet-african-flower-paperweight-granny.html/2 og eru útskýringar góðar bæði í orði (ensku) og leiðbeiningarmyndum sem fylgja með.


Svona líta þær út, 6 saman.

Now I'm suddenly very busy to crocheting. Probably because so many knitting projects waits for to be finished. On the Pinterest web I found this beautiful pattern called African flower. I stormed into local yarn shop and bought me a couple of colorful cotton yarn. I've been crocheting dollies and are they intended as a glass mats for the summer ... and probably longer because they look colorfull and beautiful. The path for the flower is http://www.craftpassion.com/2011/04/crochet-african-flower-paperweight-granny.html/2 and it contains good explanations both in words (English) and picture instructions.


 Svo er það skýjatrefillinn. Svona lítur hann út núna og það er auðvelt að sjá að það hefur verið frekar skýjað síðan um miðjan mars. Ég held að einu sinni eða tvisvar hafi ég verði farin að hafa áhyggjur af því hvað hann er grár og notað þokkalegan vilja til að sigta út þegar himininn var nokkuð blár og prjónaði þá.

Then there is the cloud scarf. On it it´s easy to see that it's been pretty cloudy since mid-March. I think once or twice I started to worry about that it was rather gray and probably used my good will to look out when the sky was quite blue and knitted then.


 Í dag dró ég upp eitt af skrilljón verkefnunum mínum sem ég hef byrjað á og ekki klárað. Kúapúðinn hefur beðið ansi lengi eftir að ég veitti honum athygli. Ég ætla áð reyna að þrauka og sauma sem mest, kanski að klára hann.

To day I pulled up one of my skrilljón projects I've started and not finished.The cow pad has waited quite long to have my attention. I will give it my interest as long as nothing else will cath my attention. Talking about atention span......


Að lokum er það candy garnið sem ég keypti mér í vetur. Ég er reyndar ekkert búin að gera úr því en það tekur sig sérdeilis vel út í skál inn í stofu.

At last there is a picture of the candy yarn that I bought this winter. I haven´t actually done anything with it but it looks nice in a bowl in the living room.

Saturday, April 14, 2012

Kerti

Nýjasta dellan mín er að skreyta kerti með servíettum.


Það er ekki mikið mál að búa til flott kerti úr einföldu sem maður getur keypt á 300 kr. í búð.
Það sem þarf er flott servíetta, kerti, vaxpappír (ekki bökunar), skæri og hitablasari.


Ólöf systir kenndi mér þetta. Maður byrjar á því að kljúfa servíettuna í sundur þannig að einfalt lag er notað. Það er klippt til og lagt utan um kertið. Síðan er vaxpappírinn setur utan um.


Svo er blásið á allt þetta með blásaranum. Það þarf að gæta þess að blása það lengi að servíettan bráðnar inn í kertið en samt ekki svo lengi að kertið líti út eins og það hafi bráðnað.


Og blása og blása og blása .....


Að lokum snyrtir maður pappírinn til svo brúnin verði flott. Á myndinni hér fyrir neðan á ég t.d. eftir að snyrta brúnina, ég veit ekki af hverju ég tók ekki mynd af tilbúnu kertinu. Ef það næst ekki að snyrta brúnina vel til, lagast hún fljótt eftir að byrjað er að brenna kertið.


My latest interest is to decorate candles with napkins. It is not hard to create a cool candles from simple one you can buy cheap. My sister taught me how to do this.

 What is needed is a napkin, candle, vaxed paper (not baking), scissors and heatblower (hopefully the right word for this tool).
One begins by splitting the napkin apart so that a simple layer is used. It is cut and placed around the candle. Then the waxed paper is sets around the candle.Then the heat from the blower is used to melt the napkin in to the candle. It has to be done carefully or the candle will be unewen.

 Finally the napkin is groomed on the edge.

Monday, April 9, 2012

Hello Kitty

Það er alveg ótrúlegt hvað ég er alltaf heilluð af hello Kitty. Það virðist bara ekki vera hægt að fá leið á henni. Svo á ég 2 frænkur sem eru jafn hrifnar af henni og ég. Ég gerði leit af munsti sem sýndi hvernig væri hægt að prjóna eða hekla hana. Hér fyrir neðan er afraksturinn:

It's quite amazing how I'm always fascinated by Hello Kitty. I also have 2 cousins ​​who are just as fond of her as I am. I did a search on the internet that showed free patterns how you could knit or crochet hello Kitty. Below is the result:

http://www.youtube.com/watch?v=5C6xWNMf9CA 

http://madebyk-tutorials.blogspot.com/2009/12/hello-kitty-granny-square-scarf-crochet.html heimasíða þar sem uppskrift er gefin fyrir hello Kitty hekluðu munstri

http://web.archive.org/web/20010429062252/http://www.homestead.com/hookingit/hKittyBPpattern.html  Hello Kitty heklaður bakpoki

http://www.knitaholics.com/crochet-hello-kitty-granny-square/  Myndband sem sýnir skref fyrir skref hvernig hægt er að hekla andlit Kitty og annað myndband sem sýnir hvernig á að breyta henni í hekludúllu

http://madebyk-tutorials.blogspot.com/ gömul síða sem virðist vera hætt en með að því að sýnist ágætis leiðbeiningum um hvernig á að hekla hello Kitty dúllu.

http://snowwhitesartistry.blogspot.com/2011/01/hello-kitty-scarf-free-pattern.html  Heklað andilt hello Kitty


Friday, March 30, 2012

Skýjatrefill

Ég byrjaðji að prjóna skýjatrefil 15. mars. Hann gengur út á það að prjóna eina umferð á dag í garðaprjóni og er liturinn fyrir hverja umferð valinn eftir því hvernig himininn er á litin þann daginn. Trefillinn prjónast í 1 ár.


Þegar ég prjónaði umferðina í dag sá ég að trefillinn er mismunandi grár og hvítur og eini dagurinn sem þar sem himininn var blár var þegar ég fitjaði hann upp.

Annað verkefni sem var í gangi er þessi bangsahúfa sem ég prjónaði handa litlu frænku minni. Uppskriftin er í Ungbarnablaðinu en er gömul.


Ég prjónaði stærðina 6 - 9 mánaða en hún varð heldur stærri en það.


Húfan er mjög falleg og uppskriftin góð.


 Á húfunni á að vera dúskur sem hangir niður en ég ákvað að prjóna smá strýtu upp og binda síðan fyrir. Mér finnst það mjög fallegur frágangur á barnahúfum og hef notað það mikið.


Að lokum er mynd af toe-upp sokki sem ég er að prjóna, þ.e. seinni sokkurinn í pari. Hann gengur hægt en gegnur þó enda prjónaður á prjóna nr. 2,25.

Sunday, March 11, 2012

Prjón, meira prjón

 Nú er aldeilis langt síðan ég póstaði síðast inn á síðuna mína. Ég fékk dúndur vöðvabólgu í axlirnar og lagði prjónana á hilluna í febrúar. Í stað þess að prjóna þá fór ég yfir allt sem ég hef byrjað á síðustu ár, takið eftir "síðustu ár" og ég ætla ekki að opinbera hver sá fjöldi er, mér blöskraði sjálfir.
Þess vegna er ég búin að forgangsraða stykkjunum mínum og þessi 4 eru þau sem ég ætla að byrja á að klára.

Fyrst er að nefna vettlinga sem ég byrjaði á, þurfti að rekja upp og byrjaði á aftur. Græna garnið litaði ég sjálf og er dáldið spennt að sjá hvernig það kemur út. Það er ástæðan fyrir því að ég setti þá á topp 4.


Næst er að nefna peysu sem ég prjóna "neck down". Ég hef aldrei áður prjónað peysu frá hálsi og svo er hún mjög einföld og hentar vel fyrir framan sjónvarpið. Þess vegna er hún á topp 4.


Garnið sem ég notaði í hálsmálið er ekki það sama og í sjálfa peysuna. Þetta er skrautgarn með fallegri áferð sem sést ekki á myndinni.
Peysan er komin á það stig að ég þarf að máta hana og sjá hvernig hún er á mér.


Þá er það fallega vestið sem ég er að prjóna og er búin að vera allt of lengi með. Ég var búin með kaðlabekkin þegar ég áttaði mig á því að ég var með of fíngerða prjóna og vestið þar af leiðandi of lítið á mig. Svo ég rakti allt upp og byrjaði upp á nýtt.


Garnið er frá Ömmu mús og er blanda af silki og ull, yndislegt garn.


Svo er ég líka að prjóna sokka sem eru á topp 4 því ég er búin með annan og alveg að komast að hælnum með þann seinni. Þeir eru prjónaðir frá tá og upp. Ég er ekki með mynd af þeim núna en set hana inn næst.

Að lokum enda ég á fallegum blómavendi sem ég keypti í gær til að lífga upp á heima. Ég er orðin svo leið á snjó eða rigningu til skiptis og himni sem er næstum alltaf grár svo ég ákvað að færa smá sumar inn.

Saturday, January 28, 2012

Uppskriftir

Stundum gerist það að maður finnur eitthvað frábært á netinu og vill alls ekki týna því aftur. Það gerðist hjá mér í dag. Ég fann flottar síður sem ég vil alls ekki týna aftur svo ég ákvað að bæta við færslu í dag og setja síðurnar þar inn á.

http://www.stickatillbarbie.se/    Þessi síða er með helling af prjónuðum fatauppskriftum fyrir Barbie.
Here you can find lots and lots of patterns for a Barbie doll.

http://fondrari.blogspot.com/    Þessa síðu á bloggari sem heitir Ólöf Lilja. Hún birtir hér uppskrift af hekluðum jólabjöllum til að setja utan um ljósaseríu. Mjög fallegar hjá henni og akkúrat eins og mig langar að gera.
Here you can find (in icelandic) pattern for christmas bells.

http://sarahlondon.files.wordpress.com/2012/01/oblong-wool-eater-blanket.pdf   Þessi síða er með fallegu heklmunstri frá bloggara sem heitir Sarah London. Hún er með svona heklalong og er þetta fyrsta uppskriftin sem kom.
Here is the pattern for Oblong wool-eater blanket made by Sarah London

http://prjonamunstur.is/  Hér er slóðinn að síðunni sem hjálpar manni að búa til lopapeysu. Sverrir sem bjó þetta til er algjör snillingur.
This is a web that helps you to make your own lopapeysa.

Selbu votter

Ég fékk þessa bók í jólagjöf og er ótrúlega ánægð með hana. Eiginmaðurinn var líka mjög ánægður með hana því honum finnst alltaf frekar þægilegt ef ég get valið gjafirnar sjálf.

Í rauninni er mér búið að langa lengi í hana. Ég fann hana lengi vel ekki á Íslandi. Þegar ég sá hana loksins í búð var hún svo dýr að það var ekki séns að ég tímdi að kaupa hana.  Svo ég bara pantaði hana á Amazon.


Myndirnar eru allar svart/hvítar en það kemur ekki að sök. Þær eru skýrar og leiðbeiningarnar góðar.


Skýringamyndirnar eru líka skýrar og virðist auðvelt að fylgja þeim.


Öll munstrin eru tekin eftir gömlum selbuvettlingum.

Svo nú er bara að finna tíma til að byrja á vettlingum úr bókinni. Ég ætla samt að reyna að klára eitthvað af þeim hundarð og eitthvað verkefnum sem ég er með í gangi fyrst (kanski aðeins ýkt hjá mér).

I got this good book for christmas present (among other books that I will tell about later). It´s all black and white but that dosen´t matter. I have been looking throug it dosent of tímes. I´m looking forward to knit some of those delicius mittens from it. It´s like a carrot in the future because I have to finish some of my many knitting projects before I start a Selbu mitten.

Friday, January 6, 2012

Prjónað

Ég ákvað að birta hér það sem ég átti eftir að sýna af því sem ég prjónaði og heklaði árið 2011.

Fyrir það fyrsta er að nefna eyrnaband sem ég gaf pabba mínum í afmælisgjöf. Með því fékk hann grifflur sem eru í sama gráa litnum og áttblaðarósin.



Ég prjónaði sokkaskó handa pínulitlu frænku minni. Reyndar er barnið búið að vaxa þannig síðan að skórnir passa ekki lengur. Ég held að það hafi tekið rúmlega mánuð fyrir hana að vaxa úr þeim.




Ég prjónaði sjal handa mömmu minni og gaf henni í afmælisgjöf. Uppskriftin er af Sítrussjalinu sem er að finna á Ístex vefnum (http://istex.is/islenska/uppskriftir/vara/16391/ )  en ég prjónaði sjalið á það grófa prjóna að þéttingin sem er í munstrinu sést ekki í myndatökunni.


Sjalið liggur mjög vel og þegar það er prjónað svona þunnt er hægt að nota það hvort heldur sem sjal eða vafning um hálsinn.


Að lokum, smá jóla. Ég heklaði þessi jólahjörtu rétt fyrir jól. Uppskkriftin af þeim er á garnstudiovefnum ( http://www.garnstudio.com/lang/no/visoppskrift.php?d_nr=0&d_id=798&lang=no ) og gaf systrum mínu og mágkonu í jólagjöf ásamt jólatré sem hægt er að finna í desember blogginu mínu.




Þá held ég að ég sé búin að gera upp árið 2011 hvað handavinnu varðar. Svo er bara að ganga inn í 2012 með bros á vör og klára enn meira af handavinnu. Núna er ég með svo mikið í gangi að ég verð að minnsta kosti fram á vor að klára það og samt með stykki sem ég þarf að fara að byrja á

I decided to post pictures of knitted things from 2011 that I had not yet published. First to mention is  earwarmer that I knitted and gave my dad as a birthday present. Then there is a picture of socks that I gave my little cousin but she's grown out of now. After that is the shawl that I gave my mom for her birthday. Finally, there are pictures of hearts made out of glitter yarn that I crocheted and gave my sisters and my husband sister for Christmas and crocheted christmastrees can be seen on one of my earlier blogs.
 

Saturday, December 31, 2011

Prjónaðar jólagjafir 2011

Þá er komið að því að sýna hvað ég prjónaði í jólagjafir nú í lok ársins. Eins og alltaf fór ég heldur seint af stað og ákvað að vera skynsöm og hætta tímanlega áður en jólin gengju í garð. Síðustu ár hef ég verið að klára að prjóna eftir miðnætti aðfaranóttar aðgangadags.

Ég prjónaði dúkkuföt handa systurdóttur minni. Hún fékk þennan útigalla sem ég prjónaði úr tvöföldum plötulopa, ég notaði tvo liti af bleikum lopa.



Svo átti ég voða fínar gylltar tölur með bleikri miðju.


Hún fékk líka dúkkubuxur. Í rauninni er hún búin að biðja um þær síðan hún átti afmæli og ég gaf henni dúkkufötin sem ég birti myndir af hér fyrir nokkru síðan. Mér fannst sniðugt að setja þær með í jólapakkann.




Yngsta systurdóttir mín fékk þessa álfahúfu. Ég fann uppskriftina á Garnstudio og fannst hún ótrúlega flott.

Hún er heldur ekkert smá krúttleg þegar búið er að klæða litluna í hana.  Uppskriftina er að finna á þessari slóð:  http://www.garnstudio.com/lang/no/visoppskrift.php?d_nr=b21&d_id=34&lang=no
Hún er falleg hvort heldur er á stráka eða stelpur.


Að lokum Gleðilegt ár