Monday, September 28, 2009

Meira og meira

Ég rakst á þessa flottu vettlinga þegar ég var að skoða uppáhalds bloggsíðurnar mínar.

Þeir eru bæði sniðugir og flottir og því stóðst ég ekki mátið að setja slóðina af uppskriftinni inn á hjá mér. Hún er http://crazyknittinglady.files.wordpress.com/2009/09/podstergloves-sept26.pdf

Ég er langt komin með skrautlegu lopapeysuna mína. Ég er í pælingum með úrtökuna við axlir og háls en þetta er allt að koma.
Ég held ég geti verið nokkuð viss um að enginn annar eigi svona lopapeysu. :-)
Í gærkvöldi ákvað ég að prjóna mér einfaldar handstúkur úr afgangsgarni sem ég átti. Það tókst og ég skartaði þeim í vinnunni í dag. Þær eru ansi góðar að því leiti að þær eru úr angóru og ullargarni svo það er heitt að hafa þær á sér.

Það er svo merkilegt að þegar ég var að taka mynd af þeim glampaði það mikið á gangórugarnið að liturinn sést varla.

Monday, September 21, 2009

Affellingar - ráð

Ég fékk þessi fínu ráð send í netprjónablaði sem ég fæ vikuleg. Mér fannst sérstaklega ráðið með lausu endalykkjuna gott því ég lendi iðulega í þessum vanda.
Loose Loop Alert (laus endalykkja)

When all of the stitches on the needle are bound off, the last stitch can be quite loose. To tighten and neaten this stitch, work it with the stitch in the row below it: insert the right needle from the back into the stitch below the last stitch, lift this stitch and place it onto the left needle (Figure 1).
Then knit the stitch below and the last stitch together. Bind off the last stitch on the right needle, cut the yarn, and pull the cut end through the last stitch to secure it (Figure 2).
Svo kom annað ráð og það er að fella af með 2 númerum stærri prjónum en prjónað var með. Þá er minni hætta á að t.d. hálsmál verði of þröngt. Þetta hef ég gert í töluverðan tíma enda nóg að lenda nokkru sinnum í því að þurfa að rekja upp affellinguna. Samt er ég reyndar með eina peysu núna sem ég þarf að rekja affelinguna á kraganum upp því hún herpist saman en kraginn á að breiða úr sér yfir axlirnar.
Svo er enn eitt ráðið sem ég var að læra og það er að fitja upp fleiri lykkjur en þarf þegar fitjað er upp fyrir sokka. Þegar fyrsta umferðin er prjónuð eru 2 lykkjur prjónaðar saman (jafnt dreift yfir) þannig að eftir stendur sá lykkjufjöldi sem á að nota í sokkana. Með þessu verður stroffið aldrei of þröngt.

Sunday, September 20, 2009

Lopataska

Þá er lopataskan fyrir mömmu búin. Enn og aftur kemur mér það á óvart hvað litirnir eru fallegir í lopanum. Ég hef nánast ekkert prjónað úr brúnum lopa en þvílíkir litir. Ég á örugglega eftir að prjóna úr þessum litum aftur.

Litirnir eru dásamlegir og ég held bara að það sé ekki hægt að láta sér mistakast.

Hér er ég búin að sauma töskuna saman en á eftir að þæfa hana. Ég mátti til með að setja inn mynd af henni sem sýnri hvað hún er stór. Eftir þæfingu verður taskan eins og flestar aðrar töskur að stærð, þ.e. hún nær ekki lengur niður á miðja leggi.

Og svo bara meira af henni...

Eftir að búið er að þæfa töskuna (í þvottavél) er varla hægt að sjá að hún sé prjónuð með garðaprjóni, ullin þæfist svo vel saman.

Monday, September 14, 2009

Réttir og afmæli

Víðidalstungurétt.

Þá er helgin liðin. Mikið ótrúlega var hún skemmtileg og mikið ótrúlega var ég þreytt eftir hana. Á föstudag brunuðum við sem leið lá í Víðidalinn til að taka þátt í Víðidalstungurétt sem var haldin á laugardaginn.

Herdís Birna og Anna Sigga að draga í dilka

Í réttunum var síðan mikill atgangur þar sem kindurnar voru ekki allar á sama máli og mannskapurinn. Þær vildu sem sagt fæstar fara í rétta dilka og varð því að draga þær á sinn stað. Ég uppgötvaði á sunnudag að það eru einhverjir upphandleggsvöðvar (sem eru svona undir eða á bak við) sem ég nota sjaldan og var ég því með svaka harðsperrur í þeim.
Hér sést aftan á mig þar sem ég er eitthvað að blanda mér í málin.
Svo voru allir ótrúlega svangir og gott að komast í nesti sem Sigga á Þorkelshóli var búin að smyrna ofan í okkur.

Þegar búið var á flokka féð á rétta staði þurfti að reka það heim að bæ, Þorkelshóli. Það var 3ja tíma göngutúr í þúfum og á malarvegi og sikksakki því ekki ganga kindur í beinni röð og grasið var mikil freisting fyrir þær. Við Daníel höfðum það þó af að ganga allan tíman og vorum við orðin nokkuð þreytt í fótunum þegar þetta var yfirstaðið.

Að lokum var okkur boðið upp á gott sveitalæri með öllu tilheyrandi og það er sjaldan sem ég er eins svöng og eftir réttirnar.
Sem dæmi um hvað ég var þreytt, þá var sýnd sannsöguleg mynd í sjónvarpinu um 2 golfara sem unni sig upp í golfi meðan það var eingöngu fyrir aðal og yfirstétt. Éf hef engan áhuga á golfi en það var ekki hægt að slíta mig frá myndinni. Ég held að það hafi verið þreytunni að kenna. Ég hefði örugglega fundið mér annað að gera ef ég hefði verið heima í sófa.
Við komum heim á sunnudeginum. Við rétt stukkum inn með dótið, fórum í snögga sturtu og síðan var farið í afmæli til mömmu. Þar biðu kræsingar og skemmtilegt fólk svo við sátum lengi.

Í morgun komst ég varla á fætur.

Fyrst ég var að segja frá kindum og mömmu ákvað ég að setja inn myndir af lopatöskunni sem ég er að gera fyrir mömmu. Ég er reyndar byrjuð að sauma hana saman svo nú fer hún að klárast.
Litirnir í ullini eru ótrúlega fallegir og er ég sérstaklega hrifin af brúna litnum núna.

Wednesday, September 9, 2009

"Toe upp" sokkarnir löngu búnir

Ég ákvað að setja inn myndir af toe upp sokkunum sem ég gerði. Ég er nú bara nokkuð ánægð með þá. HB er líka ánægð með þá enda hirti hún þá af mér þegar hún sá þá verða til. Hildur samkennari minn og vinnuvinkona er jafn hrifin af þessari aðferð og ég. Hún er búin að prjóna að minnsta kosti eitt par þar sem hún byrjaði á tánni.

Daman mín vildi sjálf fá að taka myndir af sér í sokkunum og er afraksturinn hér til sýnis.

Hællin kemur ágætlega út og er ótrúlega auðveldur í prjónun. Málið var að taka bandið upp þegar "geymdu" lykkjurnar voru prjónaðar aftur með. Með því að gera það tókst mér að koma í veg fyrir að það myndaðist gat á milli lykkjanna.

Hér fyrir neðar eru svo myndir af sokkunum.

Fínir á fæti.


Hællinn kemur vel út.

Eitt sem er svo sniðugt við það að byrja á tánni er að ef maður er ekki viss um að garnið dugi í sokkaparið er hægt að prjóna sokkana þar til það er búið og þá ræðst hvað sokkarnir verða háir upp á legginn. Þannig er hægt að nýta upp garn sem til er. Ekki þarf heldur að vera tilbúin með varagarn til að prjóna tánna úr.

Tuesday, September 8, 2009

Nú er sko langt síðan síðast.

Á laugardaginn var Laugavegurinn lokaður (helmingurinn af honum) fyrir umferð. Ég fór auðvitað í bæinn til að sýna stuðning við framtakið. Fyrst ég lagði í þessa bæjarferð varð ég auðvitað að skoða ákveðnar búðir þar.

Ég byrjaði á því að fara í Storkinn og var svo heppin að nýja Rowan blaðið var að detta inn um lúguna hjá þeim. Ég fékk því blaðið mitt til að taka heim. Þar sem ég er í Rowan klúbbnum fannst mér ekki úr vegi að nýta mér afsláttinn sem ég hef og keypti mér því flotta garnhespu sem endar líklega í sokkum eða vettlingum. Og því var einnig mjög hentugt að kaupa prjóna (þessa æðislegu frá Knit pro) til að prjóna á. Maður á aldrei of mikið af prjónum.

Síðan fór ég í Nálina en sá engar freistingar þar.

Því var tilvalið að fara í nýju Eymundson verslunina á Skólavörðustígnum og þar var auðvitað ferlega smart prjónablað sem ég sogaðist að og gat ekki sleppt.

Helgin var því æði, nóg að skoða og þukla ;-)