Thursday, May 26, 2011
Prjónablogg
http://berglindhaf.blog.is/blog/berglindhaf/
http://www.prjona.blog.is/blog/prjona/
http://handod.blogspot.com/
http://prjonablogg.blogspot.com/
Læt þetta duga núna,
Saturday, May 21, 2011
Sjal
Saturday, May 7, 2011
Páskahænur
I've seen that one should never throw anything away that is old unless it has become disgusting. It is possible to save some money by using those old part in something new.
The pattern I used is from Sandnes yarn.
Thursday, April 21, 2011
Og þá koma páskar
Það var skorið, myndin dregin upp á flisofix, straujað og saumað.
En svo brustu páskarnir á án þess að ég næði að klára myndina. Það tók nefnilega frekar langan tíma að handsauma myndirnar, sérstaklega þar sem það var stundum ansi þykkt að stinga í gegn og fingurnir urðu aumir. Verkefni fór því í geymslu.
Núna rétt fyrir páska mundi ég eftir dúknum og ákvað að klára hann. Ég kláraði að sauma út í myndirnar og breytti reyndar frá munstrinu því ég ákvað að nota liti sem pössuðu vel við efnið en ekki svart garn í allan sauminn.
Dúkurinn kláraðist og prýðir nú borðstofuborðið. Ég er ótrúlega montin af honum, sérstaklega þar sem þetta er fyrsta, stóra verkefnið sem ég ætla að eiga sjálf. Ég hef gert teppi og myndir en gef allt frá mér og á því ekkert bútasaums sjálf eftir mig (nema 2 myndir sem ég gerði þegar ég var að byrja í þessu og er ekki viss um að ég láti þær hanga uppi).
Svona lítur hann út.A year ago I bought the materials and formats for this Easter fabric. I did not finish it then so I put it in storage. A few days ago I took it out again and decided to finish it for Easter. And this is how it looks like. I am very happy with it and now it decorates the diningroom table at my home.
Tuesday, April 19, 2011
Seven circle
Saturday, April 9, 2011
Ný bloggsíða
Thursday, April 7, 2011
Grifflur
Sunday, April 3, 2011
Garðaprjónsvettlingar Steinunnar
Thursday, March 10, 2011
Eyrnaband
Ég notað smart ullargarn og það kom ágætlega út. Daman vildi fá svart og hvítt. Eyrnabandið er greinilega þægilegt og hlýtt því hún notar það mjög mikið.
Annars er ég að prjóna allt of mikið í einu. Það gengur hægt að klára þegar þannig er. Aðal áherslan er samt á peysu fyrir DÞ. Hann bað mig um að bæta hettu við hana svo ég er dáldið strand að spekúlera hvernig ég útfæri hana.
Wednesday, February 2, 2011
Bókalestur
Fyrir stuttu kláraði ég bókina Vitavörðuninn eftir Camillu Lackberg. Helsti galli bókarinnar var sá að hún rændi mig svefninum svo spennandi og skemmtileg var hún.


Rétt fyrir áramót kláraði ég Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Mér fannst þessi bók góð en frekar þung aflestrar. Ég var farin að kvíða fyrir því í hvaða ógöngum aðalsöguhetjan lenti næst og það var orðið þannig að þegar góðu tímabilin voru orðin nokkuð löng varð ég að leggja frá mér bókina því erfiðleikarnir voru framundan. Ég las bókina því að ca 4 mánuðum. Og nokkrar bækur með henni. Kirkja hafsins er samt þannig að það var ekki hægt að hætta að lesa hana. Ég varð að klára hana. Mannlífslýsingarnar á Spáni og Barcelona á þessum tímum voru ótrúlegar. Mannfyrirlitningin og virðingarleysi aðalsins fyrir almúganum þannig að maður þakkar fyrir að búa við lýðræði en ekki annað stjórnform.