Thursday, May 26, 2011

Prjónablogg

Mér finnst mjög skemmtilegt að lesa blogg annarra prjónara. Gróskan er ótrúlega mikil. Ég ákvað að setja nokkrar síður hér inn sem ég er búin að skoða í dag.

http://berglindhaf.blog.is/blog/berglindhaf/

http://www.prjona.blog.is/blog/prjona/

http://handod.blogspot.com/

http://prjonablogg.blogspot.com/

Læt þetta duga núna,

Saturday, May 21, 2011

Sjal

Þetta sjal prjónaði ég úr einföldum plötulopa og einbandi.
Ég hef áður prjónað sama sjalið nema þá notaði ég ljósa liti í það.
Útkoman er ekki síðri í svörtu. Reyndar held ég að það sé sama hvaða lit ég notaði, það að blanda saman þessum garntegundum kemur alltaf vel út.
Uppskriftina er að finna í einu af gömlu prónablöðunum Ýr. Þar voru nú almennilegar uppskriftir, alla vega betri en hafa verið í nýju blöðunum. Mikið óskaplega finnst mér þær eitthvað óspennandi. Í nýja blaðinu núna er t.d. ekkert á herra og engar flottar peysur á unglingsstelpur (en þetta er það sem mig vantar til að prjóna eftir). Jæja, nóg af gagnrýni og tuði.
Ég er mjög ánægð með þetta sjal og það fer vel hvort sem er yfir peysu eða úlpu.
Í gær var ég í mjög skemmtilegri vorferð með vinnunni. Einn af stöðunum sem við stoppuðum á var handverkshúsið á Hellu sem ég man ekki hvað heitir. Ég verð nú bara að segja það að þetta er eitt af betri handverkshúsunum sem ég hef komið í. Þarna var vönduð vara og töluverð fjölbreytni í vöruúrvali. Hrifnust var ég af litlu þæfðu fígúrunum (kindum, körlum og konum) og handgerðu bókunum. Ef fólk er að keyra þarna um mæli ég með stoppi í þessu húsi.
I made this shawl with einföldum plotulopa and einbandi. I think it is nice to blend those two yarntypes together. This shawl suits either in using it over a sweater or winter coat, it goes well with both and it´s warm. The pattern is from Sandnes wool factory.

Saturday, May 7, 2011

Páskahænur

eða bara sumarfuglar. Ég prjónaði þessar hænur rétt fyrir páska.

Ég var búin að liggja í marga daga flensu og hafði ekki heilsu eða úthald til að prjóna eitthvað flókið. Hænurnar eru einfaldar og fljótlegar og góðar á prjónana þegar þannig er ástatt fyrir manni.






Í skrautið framan á þeim notaði ég skraut af gömlum hálsmenum og hárteygjum sem er hætt að nota. Ég er búin að sjá það að maður á ekki að henda neinu (nema það sé orðið ógeðslegt). Það er mesta furða hvað hægt er að nýta gamla hluti í og spara sér fullt af krónum með því að sleppa við að kaupa t.d. skraut framan á prjónahænur.


Uppskriftina fann ég í Prjónablaðinu Ýr, gömlu eintaki. Ég léttþæfði fuglana, hefði líklega mátt þæfa þá aðeins lengur.


I made these chickens just before Easter. I had been sick with the flu for few days and had not the strength to knit something difficult. Those chickens are easy to knit when you have not the energy to craft something difficult. In the front ornaments I used parts from old necklaces that were no longer in use
I've seen that one should never throw anything away that is old unless it has become disgusting. It is possible to save some money by using those old part in something new.

The pattern I used is from Sandnes yarn.

Thursday, April 21, 2011

Og þá koma páskar

Fyrir rúmlega ári síðan pantaði ég þennan dúk, sem kallast Kjúllakrútt, af síðunni föndur.is ( http://fondur.is/ ).

Ég setti allt í gang og byrjaði á verkefninu.


Það var skorið, myndin dregin upp á flisofix, straujað og saumað.

En svo brustu páskarnir á án þess að ég næði að klára myndina. Það tók nefnilega frekar langan tíma að handsauma myndirnar, sérstaklega þar sem það var stundum ansi þykkt að stinga í gegn og fingurnir urðu aumir. Verkefni fór því í geymslu.

Núna rétt fyrir páska mundi ég eftir dúknum og ákvað að klára hann. Ég kláraði að sauma út í myndirnar og breytti reyndar frá munstrinu því ég ákvað að nota liti sem pössuðu vel við efnið en ekki svart garn í allan sauminn.
Dúkurinn kláraðist og prýðir nú borðstofuborðið. Ég er ótrúlega montin af honum, sérstaklega þar sem þetta er fyrsta, stóra verkefnið sem ég ætla að eiga sjálf. Ég hef gert teppi og myndir en gef allt frá mér og á því ekkert bútasaums sjálf eftir mig (nema 2 myndir sem ég gerði þegar ég var að byrja í þessu og er ekki viss um að ég láti þær hanga uppi).

Svona lítur hann út.
A year ago I bought the materials and formats for this Easter fabric. I did not finish it then so I put it in storage. A few days ago I took it out again and decided to finish it for Easter. And this is how it looks like. I am very happy with it and now it decorates the diningroom table at my home.

Tuesday, April 19, 2011

Seven circle

Fyrir nokkrum mánuðum síðan (held að það telji í mánuðum frekar en ári, en tíminn er mjög afstæður hjá mér og yfirleitt skil ég ekkert í því hvað hann líður hratt) fékk uppskriftina að þessum kraga hjá Unni vinkonu minni.

Hann kallast Seven circle og er eins og sést á myndunum gerður úr 7 hringjum sem hanga saman á 6 lykkjum.



Það er mjög heitt að hafa kragan um hálsinn. Sérstaklega aftan á þar sem hann liggur þétt upp að og krumpast og er því frekar þykkur þar.



Ég prjónaði hann líklegast úr heldur þykku garni þar sem hann er aðeins of víður. En góður er hann engu að síður svo ég ætla ekki að rekja hann upp heldur nota hann eins og hann er. Ég prjóna mér líklega annan næsta haust sem verður þá úr aðeins fínna garni.



P.S. bara svo þið vitið þá er ég ekki með svona undirhöku heldur var ég að taka myndina sjálf og keyrði hausinn alltaf aftur á bak og fékk þá þessa undirhöku.

Saturday, April 9, 2011

Ný bloggsíða

sem ég fann á bloggsíðu sem einhver annar er með..... Er þetta ekki nokkuð algengt. Maður er að skoða blogg hjá einhverjum og finnur síðan inn á því bloggi flottar síður og gleymir þeim síðan. Ég ákvað að gleyma ekki þessu bloggi því það er nokkuð flott og fullt af góðum hugmyndum í því fyrir handverkskonur. Slóðin er http://myblackbook.free.fr/ . Ég mæli með því.

Thursday, April 7, 2011

Grifflur

Um daginn prjónaði ég grifflur fyrir mömmu. Þær eru einfaldar og voru fljótprjónaðar. Garnið sem ég notaði var smart, rautt með yrjum í, svona eins og tweed garn.

Uppskriftina gerði ég sjálf og er bara nokkuð ánægð með hana. Þumallinn mætti kanski vera aðeins styttri en þær verða bara hlýrri svona.


Í framhaldinu ætla ég að leika mér með mynstur í grifflurnar fyrst grunnurinn er kominn.

Sunday, April 3, 2011

Garðaprjónsvettlingar Steinunnar


eru ótrúlega flottir. Hönnunin er góð og þeir fara vel á hendi. Ég notaði skrautgarn í efsta partinn og síðan léttlopa í neðri hlutann (græna garnið)


Uppskriftina er hægt að nálgast hér http://tinyurl.com/prjoniprjon2saeti


Vettlingarnir eru gott verkefni fyrir þá sem eru ekki vanir að prjóna vettlinga eða veigra sér við að prjóna á sokkaprjóna ( 4 - 5 prjónar).

Sigga mágkona prjónaði vettlingana úr svörtum léttlopa og þeir voru mjög hipp og kúl þannig.

Thursday, March 10, 2011

Eyrnaband

er eiginlega ekki nóg í þessum kuldum sem eru núna. Það er nú samt það sem ég kláraði síðast. HB er búin að nota það mjög mikið. Ég prjónaði bandið þegar mestu kuldarnir virtust vera búnir og átti ekki von á þessu kuldakasti sem geysar nú.


Ég notað smart ullargarn og það kom ágætlega út. Daman vildi fá svart og hvítt. Eyrnabandið er greinilega þægilegt og hlýtt því hún notar það mjög mikið.



Annars er ég að prjóna allt of mikið í einu. Það gengur hægt að klára þegar þannig er. Aðal áherslan er samt á peysu fyrir DÞ. Hann bað mig um að bæta hettu við hana svo ég er dáldið strand að spekúlera hvernig ég útfæri hana.

Wednesday, February 2, 2011

Bókalestur

Mér finnst alltaf gaman að lesa og í rauninni nauðsynlegt að lesa upp í rúm áður en ég fer að sofa svo ég fái góðan svefn.
Fyrir stuttu kláraði ég bókina Vitavörðuninn eftir Camillu Lackberg. Helsti galli bókarinnar var sá að hún rændi mig svefninum svo spennandi og skemmtileg var hún.

Ég mæli eindregið með þessari bók: Hún er ekki bara spennu og fjölskyldusaga heldur skilur hún eftir sig umhugsun um heimilisofbeldi og hve konur, börn og vel meinandi fólk stendur varnarlaust gagnvart þeim fólum sem fá einhverja fróun í því að berja konur sínar og börn.



Rétt fyrir áramót kláraði ég Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Mér fannst þessi bók góð en frekar þung aflestrar. Ég var farin að kvíða fyrir því í hvaða ógöngum aðalsöguhetjan lenti næst og það var orðið þannig að þegar góðu tímabilin voru orðin nokkuð löng varð ég að leggja frá mér bókina því erfiðleikarnir voru framundan. Ég las bókina því að ca 4 mánuðum. Og nokkrar bækur með henni. Kirkja hafsins er samt þannig að það var ekki hægt að hætta að lesa hana. Ég varð að klára hana. Mannlífslýsingarnar á Spáni og Barcelona á þessum tímum voru ótrúlegar. Mannfyrirlitningin og virðingarleysi aðalsins fyrir almúganum þannig að maður þakkar fyrir að búa við lýðræði en ekki annað stjórnform.