Thursday, September 9, 2010
Þegar kóngur kom
Meðan ég var að lesa hana fórum við Gunni á Árbæjarsafn. (Hann var búin að lesa bókina) Megnið af tímanum þar fór í að skoða húsin og athuga hvenær þau voru byggð. Ef þau voru frá þeim tima sem sagan gerist fórum við inn og skoðuðum húsið. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn gaman að heimsækja safnið. Ekki skaðaði að þar var einnig markaður og keypti ég þá bestu chillisultu sem ég hef smakkað (líklegast sú eina sem ég hef smakkað ;-)Ég væri alveg til í að prófa að búa til svona sultu svo ef einhver á uppskrift sem ég má fá eða getur bent mér á síðu með góðri uppskrift þá væri það vel þegið.
Annars er ég búin að búa til rifsberjahlaup og sólberjahlaup með Ólöfu systur. Rifberjahlaupið er mjög gott en ég enn að bíða eftir að sólberjahlaupið verði þykkt svo hægt sé að borða það. Með þessu er ég alveg að verða fyrirmyndarhúsmóðir eða er það ekki?
Friday, August 6, 2010
Ný handavinnubúð
Duo garnið er drjúgt eða 540 m í 100 gr. Litirnir eru þannig að mig langaði í fullt af garni. Lét samt nægja að kaupa tvo liti, rautt og grænt.
Ég er að lesa ótrúlega góða bók sem heitir The cathedral by the sea (Kirkja hafsins). Ég er á fleygiferð hvað tilfinningarnar varðar. Ég mæli algjörlega með henni.
Þátturinn sem ég má alls ekki missa af þessa dagana er "So you think you can dance." Þar eru svo flottir dansar og flottir dansarar. Dansarinn sem ég hélt með meiddist um daginn og ég er ekki enn búin að ákveða með hverjum ég held. Kanski þessum sem Mia þolir ekki !!!
Wednesday, July 21, 2010
Peysa og súpa
Uppskriftina fékk ég í Ungbarnablaðinu, nýjasta held ég. Peysan er fjólublá framan á forsíðunni en ég ákvað að hafa hana glaðlegri en það.
Svo fann ég þessar fallegu fiðrildatölur í Storkinum. Það er nú meira hvað það er mikið úrval af fallegum tölum þar, ekki það að ég sé að auglýsa fyrir Storkinn. Það var bara úr svo miklu að velja og að því að ég held á skikkanlegu verði.
Það er mjög langt síðan ég hef prjónað kaðlamunstur. Ég var nokkuð fljót að ná tökum að því og náði bara að prjóna munstrið nokkur hratt þegar ég notaði ekki hjálparprjón.
Ég ákvað að láta fylgja með uppskrift að súpu sem ég gerði í sumar og var alveg afbragðsgóð. Uppskriftina fann ég á ms.is og er hún svona:
Rjómasveppasúpa með hráskinku og rifnum villisveppaosti - fyrir 6
100 g smjör
100 g hveiti
5 dl vatn
5 dl nýmjólk
2 stk súputeningar
2 stk sveppateningar
250 g sveppir
1 mtsk smjör
5 dl rjómi
5 sneiðar hráskinka (1 pakki )
Bræðið smjörið og bætið hveitinu í, hrærið vel saman. Setjið saman við mjólk og vatn, sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið í súputeningum og sveppateningum. Saxið sveppina og steikið í smjöri, kryddið með salti og pipar. Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp. Bætið svepparjómanum í súpugrunnin. Skerið hráskinkuna í bita og setjið alveg í lokin út í súpuna ásamt ostinum. Berið fram.
Monday, June 28, 2010
Ég elska
Wednesday, June 9, 2010
Fullt búið
Karen er búin að fá húfu við peysuna sína. Kötturinn er sá forvitnasti sem ég veit um og má ekki missa af neinu. Hann stakk sér inn í mynd um leið og ég smellti af.
Þetta er ekki búið. Eitt stykki klassískt sjal er líka tilbúið. Maður verður að hafa eitthvað að prjóna við sjónvarpið og hvað er betra en sjal?
Það var náttúrulega líka gaman. Garnið er ótrúlega flott enda blanda af merinoull og silki. Svo er það sjálfmunstandi svo ég þurfti bara að prjóna án þess að hugsa.
Friday, May 14, 2010
Það sem er í gangi
Ég ákvað að setja inn mynd af garninu sem ég var að lita um daginn. Nú er ég búin að vinda það upp í hnykla og, án gríns, er það ekki minna girnilegt heldur en garn í garnbúð.


Monday, May 3, 2010
Ótrúlega
Slóðin er rebeccasower.typepad.com
Þetta er síða fyrir þá sem hafa áhuga á að sauma frjálst og föndra ótrúlega fallega hluti. Sólveig, þú gætir haft gaman af þessu eins og ég og Ólöf.
Síðan hennar er að vissu leiti ljóðræn og það er gaman að fletta í gegn um hana og skoða.
Sunday, May 2, 2010
Matarlitir
Daginn eftir klúbb tíndi ég til slatta af óspennandi garni.
Allt gamalt sem ég hef ekkert gert með. Hvíta garnið var ekki eins hvítt og það lítur út fyrir að vera á myndinni.
Næst var farið í búðina og keyptur grænn og rauður matarlitur ásamt ediksýru.
Svo var byrjað. Ég ákvað að byrja með græna litinn því ég er svo veik fyrir öllu sem er grænt.
Saturday, April 10, 2010
Ullarhúfa fyrir herra
Sunday, March 7, 2010
Skemmtileg síða
Knitting Patterns Knitspot - Anne Hanson Knitting Pattern Designer Blog and Knitting Patterns Shop