Saturday, January 28, 2012

Uppskriftir

Stundum gerist það að maður finnur eitthvað frábært á netinu og vill alls ekki týna því aftur. Það gerðist hjá mér í dag. Ég fann flottar síður sem ég vil alls ekki týna aftur svo ég ákvað að bæta við færslu í dag og setja síðurnar þar inn á.

http://www.stickatillbarbie.se/    Þessi síða er með helling af prjónuðum fatauppskriftum fyrir Barbie.
Here you can find lots and lots of patterns for a Barbie doll.

http://fondrari.blogspot.com/    Þessa síðu á bloggari sem heitir Ólöf Lilja. Hún birtir hér uppskrift af hekluðum jólabjöllum til að setja utan um ljósaseríu. Mjög fallegar hjá henni og akkúrat eins og mig langar að gera.
Here you can find (in icelandic) pattern for christmas bells.

http://sarahlondon.files.wordpress.com/2012/01/oblong-wool-eater-blanket.pdf   Þessi síða er með fallegu heklmunstri frá bloggara sem heitir Sarah London. Hún er með svona heklalong og er þetta fyrsta uppskriftin sem kom.
Here is the pattern for Oblong wool-eater blanket made by Sarah London

http://prjonamunstur.is/  Hér er slóðinn að síðunni sem hjálpar manni að búa til lopapeysu. Sverrir sem bjó þetta til er algjör snillingur.
This is a web that helps you to make your own lopapeysa.

Selbu votter

Ég fékk þessa bók í jólagjöf og er ótrúlega ánægð með hana. Eiginmaðurinn var líka mjög ánægður með hana því honum finnst alltaf frekar þægilegt ef ég get valið gjafirnar sjálf.

Í rauninni er mér búið að langa lengi í hana. Ég fann hana lengi vel ekki á Íslandi. Þegar ég sá hana loksins í búð var hún svo dýr að það var ekki séns að ég tímdi að kaupa hana.  Svo ég bara pantaði hana á Amazon.


Myndirnar eru allar svart/hvítar en það kemur ekki að sök. Þær eru skýrar og leiðbeiningarnar góðar.


Skýringamyndirnar eru líka skýrar og virðist auðvelt að fylgja þeim.


Öll munstrin eru tekin eftir gömlum selbuvettlingum.

Svo nú er bara að finna tíma til að byrja á vettlingum úr bókinni. Ég ætla samt að reyna að klára eitthvað af þeim hundarð og eitthvað verkefnum sem ég er með í gangi fyrst (kanski aðeins ýkt hjá mér).

I got this good book for christmas present (among other books that I will tell about later). It´s all black and white but that dosen´t matter. I have been looking throug it dosent of tímes. I´m looking forward to knit some of those delicius mittens from it. It´s like a carrot in the future because I have to finish some of my many knitting projects before I start a Selbu mitten.

Friday, January 6, 2012

Prjónað

Ég ákvað að birta hér það sem ég átti eftir að sýna af því sem ég prjónaði og heklaði árið 2011.

Fyrir það fyrsta er að nefna eyrnaband sem ég gaf pabba mínum í afmælisgjöf. Með því fékk hann grifflur sem eru í sama gráa litnum og áttblaðarósin.



Ég prjónaði sokkaskó handa pínulitlu frænku minni. Reyndar er barnið búið að vaxa þannig síðan að skórnir passa ekki lengur. Ég held að það hafi tekið rúmlega mánuð fyrir hana að vaxa úr þeim.




Ég prjónaði sjal handa mömmu minni og gaf henni í afmælisgjöf. Uppskriftin er af Sítrussjalinu sem er að finna á Ístex vefnum (http://istex.is/islenska/uppskriftir/vara/16391/ )  en ég prjónaði sjalið á það grófa prjóna að þéttingin sem er í munstrinu sést ekki í myndatökunni.


Sjalið liggur mjög vel og þegar það er prjónað svona þunnt er hægt að nota það hvort heldur sem sjal eða vafning um hálsinn.


Að lokum, smá jóla. Ég heklaði þessi jólahjörtu rétt fyrir jól. Uppskkriftin af þeim er á garnstudiovefnum ( http://www.garnstudio.com/lang/no/visoppskrift.php?d_nr=0&d_id=798&lang=no ) og gaf systrum mínu og mágkonu í jólagjöf ásamt jólatré sem hægt er að finna í desember blogginu mínu.




Þá held ég að ég sé búin að gera upp árið 2011 hvað handavinnu varðar. Svo er bara að ganga inn í 2012 með bros á vör og klára enn meira af handavinnu. Núna er ég með svo mikið í gangi að ég verð að minnsta kosti fram á vor að klára það og samt með stykki sem ég þarf að fara að byrja á

I decided to post pictures of knitted things from 2011 that I had not yet published. First to mention is  earwarmer that I knitted and gave my dad as a birthday present. Then there is a picture of socks that I gave my little cousin but she's grown out of now. After that is the shawl that I gave my mom for her birthday. Finally, there are pictures of hearts made out of glitter yarn that I crocheted and gave my sisters and my husband sister for Christmas and crocheted christmastrees can be seen on one of my earlier blogs.
 

Saturday, December 31, 2011

Prjónaðar jólagjafir 2011

Þá er komið að því að sýna hvað ég prjónaði í jólagjafir nú í lok ársins. Eins og alltaf fór ég heldur seint af stað og ákvað að vera skynsöm og hætta tímanlega áður en jólin gengju í garð. Síðustu ár hef ég verið að klára að prjóna eftir miðnætti aðfaranóttar aðgangadags.

Ég prjónaði dúkkuföt handa systurdóttur minni. Hún fékk þennan útigalla sem ég prjónaði úr tvöföldum plötulopa, ég notaði tvo liti af bleikum lopa.



Svo átti ég voða fínar gylltar tölur með bleikri miðju.


Hún fékk líka dúkkubuxur. Í rauninni er hún búin að biðja um þær síðan hún átti afmæli og ég gaf henni dúkkufötin sem ég birti myndir af hér fyrir nokkru síðan. Mér fannst sniðugt að setja þær með í jólapakkann.




Yngsta systurdóttir mín fékk þessa álfahúfu. Ég fann uppskriftina á Garnstudio og fannst hún ótrúlega flott.

Hún er heldur ekkert smá krúttleg þegar búið er að klæða litluna í hana.  Uppskriftina er að finna á þessari slóð:  http://www.garnstudio.com/lang/no/visoppskrift.php?d_nr=b21&d_id=34&lang=no
Hún er falleg hvort heldur er á stráka eða stelpur.


Að lokum Gleðilegt ár





Wednesday, December 21, 2011

Jólin koma og fara

Það er ótrúlegt hvað jólin líða hratt. Það er náttúrulega alltaf nóg að gera á aðventunni.
Ég heklaði jólatré úr mjög fallegu skrautgarni. Einnig heklaði ég hjörtu en á eftir að búa til eitt fyrir mig og taka myndir af því til að birta.

Svo ákvað ég að búa til pakkakort. Ég sá fyrirmyndina á netinu og ákvað að nota hana. Kortin voru fín en dáldið fyndin því þetta líktist feitum fuglum með heindýrahorn.



En á pakkanaa fóru kortin og enn er enginn búinn að grínast með kortin.





Monday, December 5, 2011

Jólatré

Ég hef undanfarið verið að hekla lítil jólatré. Uppskriftin er sú sama og myndin hér fyrir neðan sýnir en ég hef notað glitgarn og sleppt snjónum.

Advent Garland Day 1

Ég hef ekki enn komið því í verk að taka myndir af trjánnum mínum en ákvað að láta slóðina ef aðrir hafa áhuga á að hekla jólatré.


Þetta er slóðin og það er margt annað sniðugt á blogginu. The royal sisters eru flinkir heklarar og gaman að fylgjast með því sem þær eru að gera.

Ég er líka farin að vinna í jóladagatalinu mínu en það er trefill sem saman stendur af 24 ólíkum prjónamunstrum. Það er þýskur hönnuður sem er með þetta í gegn um Ravelry og fær maður eina uppskrift á dag frá fyrsta desember til 24. des. Ég birti mynd þegar ég er komin vel af stað.

Að lokum, þá bætti ég við flipa fyrir jóladagatalið á Garnstudio vefnum. Þar opnar maður einn dag í einu og það þýðir ekkert að svindla.


Saturday, November 26, 2011

Dúkkusokkabuxur

Meðan stelpan mín var lítil var hún dúkkumamma. Og ég þar af leiðandi dúkkuamma. Eins og allar handlagnar ömmur bjó ég til sitt lítið af hverju handa dúkkubarninu. Til dæmis gerði ég þó nokkuð af sokkabuxum handa dúkkunni. Nú á ég 7 ára systurdóttur sem er dúkkumamma og mig langaði að gera sokkabuxur handa henni.

Sokkabuxurnar eru ótrúlega einfaldar og kosta ekkert nema tíma og tvinna. Ég man ekki lengur hvaðan ég fékk aðferðina til að búa til sokkabuxurnar.

Það sem gert er:
1. Velja fallega sokka sem eru orðir það slitnir að þeir eru ekki notaðir lengur.

2. Hæll, il og tá eru klippt í burtu og síðan klippt upp eins og myndin sýnir.

3. Hliðarnar eru síðan saumaðar saman og mynda þær saum sem liggur yfir kvið og rass (fram og aftur)
4. Sokkarnir eru lagðir saman þannig að það myndast skálmar á sokkabuxurnar, sem sagt saumur á móti saum þar sem stykkin voru saumuð saman í skrefi 3.

5. Nú eru skálmarnar saumaðar saman í einum saum.

6. Sokkarbuxunum er nú snúið yfir á réttuna og eru tilbúnar fyrir heppna dúkku og dúkkumömmu.

Friday, November 4, 2011

Wolves

Þegar sonurinn biður um eitthvað prjónað frá mér fær hann það meðan það er innan skynsemismarka. Hann kom um daginn til mín og bað mig að prjóna fyrir sig húfu með merki Wolves á. No problemo.

Ég lét hann fá það verkefni að finna mynd af úlfamerkinu og lét hann fá rúðustrikað blað fyrir prjónamunstur svo hann gæti teiknað munstrið upp fyrir mig. No problemo.

Ég ákvað að prjóna bara eitt merki og nota myndprjón svo það væru ekki endar þvert yfir. Í staðinn fékk ég fullt af endum að ganga frá. Hvenær færir maður ekki fórnir fyrir gott verk.

Úlfahúfan er nú tilbúin og er notuð næstum á hverjum degi. Ég var ótrúlega fegin að hann heldur með þessu liði í ensku deildinni því ekki hefði ég viljað prjóna mancester merkið. Það hefði verið meiriháttar mál.
I knitted this Wolves cap for my son. I let him do the sketching and drawing on a marked paper, then I knitted it for him. He loves it and wear it almost every day.

Thursday, October 6, 2011

Dúkkuföt

Um daginn varð frænka mín 7 ára. Ég ákvað að prjóna dúkkuföt handa henni í afmælisgjöf.


Hún fékk útifatasett. Húfu, trefil, sokka, vettlinga og peysu.


Settið var prjónað úr bleiku og hvítu lanett.
Síðan var þvegið og lagt til svo settið yrði eins fínt og hægt er.Þetta er peysan...
og hér er húfan....
og sokkarnir....
að ógleymdum treflinum.
Gjöfin vakti mikla lukkur og nú er frænka búin að panta buxur í stíl við settið. Þegar ég fæ svona flottar óskir og áhuga á því sem ég geri get ég ekki sagt nei svo buxur eru á leiðinni.
This is a dollset I knitted for a 7 years old aunt for her birthday. She was very happy about it and has asked me to knit á pants for her doll that match the sweater.

Saturday, October 1, 2011

Sokkar

Ég prjónaði þessa sokka fyrir nýfædda systurdóttur mína. Þeir eru hluti af heimferðarsetti sem ég á enn eftir að setja inn mynd af.
Litlu dömunni lá svo á að koma í heimin og hitta frænku sína (mig) að hún fæddist áður en sokkarnir voru tilbúnir. Þar sem svo fallegt stelpukríli var komið í heiminn ákvað ég að punta upp á sokkana á stelpulegan hátt og heklaði 4 lítil blóm sem ég saumaði á böndin.
Og viti menn, sokkarnir urðu ótrúlega krúttlegir við það að fá blómin á sig.
Here is a picture of the little socks that I knitted for my newborn cousin. I added a crocheted flowers to make the socks more girlie and think it did work out well.