Wednesday, November 3, 2010
Eitthvað flott
Monday, October 25, 2010
Norsk peysa
Það virkaði ekki hjá mér að snúa myndinni svo þið verðið bara að halla höfðinu. En í blaðinu var þessi uppskrift
Ég féll algjörlega fyrir henni. Litatónarnir eru nýjir, að minnsta kosti man ég ekki eftir því að hafa séð margar norskar peysur með fjólubláum tóni í.
Ég fór á stúfana og leitaði í öllum Rúmfatalagers búðunum að blaðinu en það var ekki til þar. Ég var að spá í hvort það væri ekki flutt inn til landsins.
Svo vel vildi til að mamma og pabbi fóru til Noregs í haust og mamma fékk það verkefni að kaupa blaðið fyrir mig. Hún fann það í garnbúð í Sandnes en það sem okkur fannst nokkuð spes var að til að fá að kaupa blaðið varð hún að kaupa eitthvað garn í búðinni. Ég græddi því 4 dokkur af Smart.
Ég er byrjuð á peysunni og komin svona langt
Tuesday, October 19, 2010
Hafmeyjan

Tuesday, October 5, 2010
Húfa - Karen
Stærð: 6 – 8 ára
Garn: Smart frá Sandnes, 1 dokka aðalllitur og ein dokka af þeim litum sem eru notaðir í munstur. Gott er að nota einn af munsturlitunum í kanntin neðan á húfunni.
Prjónar: Ermaprjónar og sokkaprjónar nr. 3,5
Prjónfesta: Eins og gefin er upp fyrir garnið.
Athugið að ég gef ekki upp munstrið í húfunni þar sem ég fékk það lánað annars staðar frá. Auðvelt er að nota hvaða munstur sem er, bara þarf að gæta þess að það passi við lykkjufjöldann.
Byrjað er á að prjóna eyrun.
Eyra:
Fitjið upp 5 lykkjur og prjónið slétt prjón.
Prjónið 1 umferð.
Nú hefst útaukning.
Prjónið 2 lykkjur, aukið um 1 lykkju, prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur.
Nú eru 7 lykkju á prjóninum
Prjónið 1 umferð slétt til baka.
Þessar 2 umferðir eru prjónaðar þar til 23 lykkjur eru á prjóninum.
Gætið þess að alltaf er aukið út eftir fyrstu 2 lykkjurnar og fyrir síðustu 2 lykkjurnar.
Prjónið áfram þar til allt mælist 6 cm. Geymið.
Prjónið annað eyrnastykki alveg eins.
Húfa:
Prjónið eyra, fitjið upp 18 lykkjur (bak), prjónið hitt eyrað, fitjið upp 44 lykkjur (fram). Tengið saman í hring.
Þá eru 108 lykkjur á prjóninum.
Prjónið 3 umferðir.
Aukið í næstu umferð út um 1 lykkju fyrir ofan hvort eyra, 110 lykkjur eru á prjóninum.
Prjónið þar til allt mælist 15 cm.
Nú hefst úrtaka fyrir kollinn:
Úrtaka: Prjónið 9 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Þetta er endurtekið allan hringinn og þá eru 100 lykkjur á prjóninum.
Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Úrtaka: Prjónið 8 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Þetta er endurtekið allan hringinn. Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Úrtaka: Prjónið 7 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Þetta er endurtekið allan hringinn. Prjónið 1 umferðir án úrtöku.
Þessi úrtaka er prjónuð áfram þar sem alltaf er einni lykkju minna á milli úrtakanna.
Prjónið svona þar til 10 lykkjur eru eftir á prjóninum.
Prjónið þá 6 umferðir án úrtöku.
Klippið þá bandið og dragið í gegn um lykkjurnar.
Kanntur:
Byrjið við miðju að aftan. Takið upp 1 lykkju í hverja prjónaða lykku framan og aftan á. Á eyrunum er teknar upp 2 lykkjur í hverjar 3 en passa þarf að við oddinn þarf að taka upp ca 3 lykkjur svo eyrað herpist ekki saman neðst.
Prjónið 4 garða.
Fellið laust af. Gott er að nota prjóna nr. 5 til að fella af með, þá eru minni líkur á að kannturinn herpist saman.
Frágangur: Gangið frá ölllum endum.
Thursday, September 23, 2010
Appelsínukragi
1 hnota/dokka af garni sem passar fyrir prjónana
Munstur:
* Prjónið 8 lykkjur, slá bandi yfir prjóninn, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtekið frá * til * út hringinn. Prjónið 1 umferð slétt prjón. (Þegar kemur að úrtöku fækkar lykkjunum 8 fyrst í 7 lykkjur og síðan í 6 lykkjur.)
Kragi:
Fitjið upp 120 lykkjur og prjónið 3 garða. Tengið í hring. Prjónið munstur allan hringinn. Þá eiga að vera 12 munstur.
Prjónið 5 cm.
Pjónið þá * 7 lykkjur , slá bandi yfir prjóninn, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtekið frá * til * út hringinn. Þá eru 108 lykkjur á prjóninum.
Prjónið þar til stykkið mælist 10 cm.
Pjónið þá * 6 lykkjur , slá bandi yfir prjóninn, prjónið 2 lykkjur saman*. Endurtekið frá * til * út hringinn. Þá eru 96 lykkjur á prjóninum.
Prjónið þar til allt mælist 15 cm.
Prjónið 4 garða.
Fellið laust af. Gott er að nota prjón nr. 5 til að fella af með. Þá fæst úrtaka sem er nógu laus til að komast auðveldlega yfir höfuð.
Thursday, September 16, 2010
Svo sætur
Sunday, September 12, 2010
Rauðu hanskarnir
Útkoman er þessi
Þeir eru fagurrauðir með gylltum þræði í, prjónaðir úr sisu garni. Garnið er fallegt þannig að útkoman verður fín.
HB á þá og bara ánægð með þá. Ég hélt fyrst að þeir gætu orðið of jólalegir en það er ekki. Um leið og það fer að kólna getur hún notað þá.
Ég get nú ekki sagt að hanskar sé það skemmtilegasta sem ég prjóna. Ónei, þeir eru seinlegir og mér fannst ég alltaf vera að gera það sama þegar ég prjónaði fingur eftir fingur. (Ótrúlegt tillitsleysi við prjónafólk að maðurinn skuli vera með 10 fingur). En þar sem útkoman var góð á ég kanski eftir að nenna að prjóna annað hanskapar. Ég lofa samt engu....
Thursday, September 9, 2010
Þegar kóngur kom
Meðan ég var að lesa hana fórum við Gunni á Árbæjarsafn. (Hann var búin að lesa bókina) Megnið af tímanum þar fór í að skoða húsin og athuga hvenær þau voru byggð. Ef þau voru frá þeim tima sem sagan gerist fórum við inn og skoðuðum húsið. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn gaman að heimsækja safnið. Ekki skaðaði að þar var einnig markaður og keypti ég þá bestu chillisultu sem ég hef smakkað (líklegast sú eina sem ég hef smakkað ;-)Ég væri alveg til í að prófa að búa til svona sultu svo ef einhver á uppskrift sem ég má fá eða getur bent mér á síðu með góðri uppskrift þá væri það vel þegið.
Annars er ég búin að búa til rifsberjahlaup og sólberjahlaup með Ólöfu systur. Rifberjahlaupið er mjög gott en ég enn að bíða eftir að sólberjahlaupið verði þykkt svo hægt sé að borða það. Með þessu er ég alveg að verða fyrirmyndarhúsmóðir eða er það ekki?
Friday, August 6, 2010
Ný handavinnubúð
Duo garnið er drjúgt eða 540 m í 100 gr. Litirnir eru þannig að mig langaði í fullt af garni. Lét samt nægja að kaupa tvo liti, rautt og grænt.
Ég er að lesa ótrúlega góða bók sem heitir The cathedral by the sea (Kirkja hafsins). Ég er á fleygiferð hvað tilfinningarnar varðar. Ég mæli algjörlega með henni.
Þátturinn sem ég má alls ekki missa af þessa dagana er "So you think you can dance." Þar eru svo flottir dansar og flottir dansarar. Dansarinn sem ég hélt með meiddist um daginn og ég er ekki enn búin að ákveða með hverjum ég held. Kanski þessum sem Mia þolir ekki !!!
Wednesday, July 21, 2010
Peysa og súpa
Uppskriftina fékk ég í Ungbarnablaðinu, nýjasta held ég. Peysan er fjólublá framan á forsíðunni en ég ákvað að hafa hana glaðlegri en það.
Svo fann ég þessar fallegu fiðrildatölur í Storkinum. Það er nú meira hvað það er mikið úrval af fallegum tölum þar, ekki það að ég sé að auglýsa fyrir Storkinn. Það var bara úr svo miklu að velja og að því að ég held á skikkanlegu verði.
Það er mjög langt síðan ég hef prjónað kaðlamunstur. Ég var nokkuð fljót að ná tökum að því og náði bara að prjóna munstrið nokkur hratt þegar ég notaði ekki hjálparprjón.
Ég ákvað að láta fylgja með uppskrift að súpu sem ég gerði í sumar og var alveg afbragðsgóð. Uppskriftina fann ég á ms.is og er hún svona:
Rjómasveppasúpa með hráskinku og rifnum villisveppaosti - fyrir 6
100 g smjör
100 g hveiti
5 dl vatn
5 dl nýmjólk
2 stk súputeningar
2 stk sveppateningar
250 g sveppir
1 mtsk smjör
5 dl rjómi
5 sneiðar hráskinka (1 pakki )
Bræðið smjörið og bætið hveitinu í, hrærið vel saman. Setjið saman við mjólk og vatn, sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið í súputeningum og sveppateningum. Saxið sveppina og steikið í smjöri, kryddið með salti og pipar. Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp. Bætið svepparjómanum í súpugrunnin. Skerið hráskinkuna í bita og setjið alveg í lokin út í súpuna ásamt ostinum. Berið fram.