Það var skorið, myndin dregin upp á flisofix, straujað og saumað.
En svo brustu páskarnir á án þess að ég næði að klára myndina. Það tók nefnilega frekar langan tíma að handsauma myndirnar, sérstaklega þar sem það var stundum ansi þykkt að stinga í gegn og fingurnir urðu aumir. Verkefni fór því í geymslu.
Núna rétt fyrir páska mundi ég eftir dúknum og ákvað að klára hann. Ég kláraði að sauma út í myndirnar og breytti reyndar frá munstrinu því ég ákvað að nota liti sem pössuðu vel við efnið en ekki svart garn í allan sauminn.
Dúkurinn kláraðist og prýðir nú borðstofuborðið. Ég er ótrúlega montin af honum, sérstaklega þar sem þetta er fyrsta, stóra verkefnið sem ég ætla að eiga sjálf. Ég hef gert teppi og myndir en gef allt frá mér og á því ekkert bútasaums sjálf eftir mig (nema 2 myndir sem ég gerði þegar ég var að byrja í þessu og er ekki viss um að ég láti þær hanga uppi).
Svona lítur hann út.A year ago I bought the materials and formats for this Easter fabric. I did not finish it then so I put it in storage. A few days ago I took it out again and decided to finish it for Easter. And this is how it looks like. I am very happy with it and now it decorates the diningroom table at my home.
Thursday, April 21, 2011
Og þá koma páskar
Fyrir rúmlega ári síðan pantaði ég þennan dúk, sem kallast Kjúllakrútt, af síðunni föndur.is ( http://fondur.is/ ).
Ég setti allt í gang og byrjaði á verkefninu.
Tuesday, April 19, 2011
Seven circle
Fyrir nokkrum mánuðum síðan (held að það telji í mánuðum frekar en ári, en tíminn er mjög afstæður hjá mér og yfirleitt skil ég ekkert í því hvað hann líður hratt) fékk uppskriftina að þessum kraga hjá Unni vinkonu minni.
Hann kallast Seven circle og er eins og sést á myndunum gerður úr 7 hringjum sem hanga saman á 6 lykkjum.
Það er mjög heitt að hafa kragan um hálsinn. Sérstaklega aftan á þar sem hann liggur þétt upp að og krumpast og er því frekar þykkur þar.
Ég prjónaði hann líklegast úr heldur þykku garni þar sem hann er aðeins of víður. En góður er hann engu að síður svo ég ætla ekki að rekja hann upp heldur nota hann eins og hann er. Ég prjóna mér líklega annan næsta haust sem verður þá úr aðeins fínna garni.
P.S. bara svo þið vitið þá er ég ekki með svona undirhöku heldur var ég að taka myndina sjálf og keyrði hausinn alltaf aftur á bak og fékk þá þessa undirhöku.
Saturday, April 9, 2011
Ný bloggsíða
sem ég fann á bloggsíðu sem einhver annar er með..... Er þetta ekki nokkuð algengt. Maður er að skoða blogg hjá einhverjum og finnur síðan inn á því bloggi flottar síður og gleymir þeim síðan. Ég ákvað að gleyma ekki þessu bloggi því það er nokkuð flott og fullt af góðum hugmyndum í því fyrir handverkskonur. Slóðin er http://myblackbook.free.fr/ . Ég mæli með því.
Thursday, April 7, 2011
Grifflur
Um daginn prjónaði ég grifflur fyrir mömmu.
Þær eru einfaldar og voru fljótprjónaðar. Garnið sem ég notaði var smart, rautt með yrjum í, svona eins og tweed garn.
Uppskriftina gerði ég sjálf og er bara nokkuð ánægð með hana. Þumallinn mætti kanski vera aðeins styttri en þær verða bara hlýrri svona.
Sunday, April 3, 2011
Garðaprjónsvettlingar Steinunnar
eru ótrúlega flottir. Hönnunin er góð og þeir fara vel á hendi. Ég notaði skrautgarn í efsta partinn og síðan léttlopa í neðri hlutann (græna garnið)
Thursday, March 10, 2011
Eyrnaband
er eiginlega ekki nóg í þessum kuldum sem eru núna. Það er nú samt það sem ég kláraði síðast. HB er búin að nota það mjög mikið. Ég prjónaði bandið þegar mestu kuldarnir virtust vera búnir og átti ekki von á þessu kuldakasti sem geysar nú.

Ég notað smart ullargarn og það kom ágætlega út. Daman vildi fá svart og hvítt. Eyrnabandið er greinilega þægilegt og hlýtt því hún notar það mjög mikið.

Annars er ég að prjóna allt of mikið í einu. Það gengur hægt að klára þegar þannig er. Aðal áherslan er samt á peysu fyrir DÞ. Hann bað mig um að bæta hettu við hana svo ég er dáldið strand að spekúlera hvernig ég útfæri hana.
Ég notað smart ullargarn og það kom ágætlega út. Daman vildi fá svart og hvítt. Eyrnabandið er greinilega þægilegt og hlýtt því hún notar það mjög mikið.
Annars er ég að prjóna allt of mikið í einu. Það gengur hægt að klára þegar þannig er. Aðal áherslan er samt á peysu fyrir DÞ. Hann bað mig um að bæta hettu við hana svo ég er dáldið strand að spekúlera hvernig ég útfæri hana.
Wednesday, February 2, 2011
Bókalestur
Mér finnst alltaf gaman að lesa og í rauninni nauðsynlegt að lesa upp í rúm áður en ég fer að sofa svo ég fái góðan svefn.
Fyrir stuttu kláraði ég bókina Vitavörðuninn eftir Camillu Lackberg. Helsti galli bókarinnar var sá að hún rændi mig svefninum svo spennandi og skemmtileg var hún.
Ég mæli eindregið með þessari bók: Hún er ekki bara spennu og fjölskyldusaga heldur skilur hún eftir sig umhugsun um heimilisofbeldi og hve konur, börn og vel meinandi fólk stendur varnarlaust gagnvart þeim fólum sem fá einhverja fróun í því að berja konur sínar og börn.

Rétt fyrir áramót kláraði ég Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Mér fannst þessi bók góð en frekar þung aflestrar. Ég var farin að kvíða fyrir því í hvaða ógöngum aðalsöguhetjan lenti næst og það var orðið þannig að þegar góðu tímabilin voru orðin nokkuð löng varð ég að leggja frá mér bókina því erfiðleikarnir voru framundan. Ég las bókina því að ca 4 mánuðum. Og nokkrar bækur með henni. Kirkja hafsins er samt þannig að það var ekki hægt að hætta að lesa hana. Ég varð að klára hana. Mannlífslýsingarnar á Spáni og Barcelona á þessum tímum voru ótrúlegar. Mannfyrirlitningin og virðingarleysi aðalsins fyrir almúganum þannig að maður þakkar fyrir að búa við lýðræði en ekki annað stjórnform.
Fyrir stuttu kláraði ég bókina Vitavörðuninn eftir Camillu Lackberg. Helsti galli bókarinnar var sá að hún rændi mig svefninum svo spennandi og skemmtileg var hún.


Rétt fyrir áramót kláraði ég Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Mér fannst þessi bók góð en frekar þung aflestrar. Ég var farin að kvíða fyrir því í hvaða ógöngum aðalsöguhetjan lenti næst og það var orðið þannig að þegar góðu tímabilin voru orðin nokkuð löng varð ég að leggja frá mér bókina því erfiðleikarnir voru framundan. Ég las bókina því að ca 4 mánuðum. Og nokkrar bækur með henni. Kirkja hafsins er samt þannig að það var ekki hægt að hætta að lesa hana. Ég varð að klára hana. Mannlífslýsingarnar á Spáni og Barcelona á þessum tímum voru ótrúlegar. Mannfyrirlitningin og virðingarleysi aðalsins fyrir almúganum þannig að maður þakkar fyrir að búa við lýðræði en ekki annað stjórnform.
Saturday, January 22, 2011
Jóla ennþá???
Ég prjónaði peysu handa ömmu í jólagjöf. Peysan var frá okkur stórfjölskyldunni, þ.e. mömmu, pabba, okkur systrunum 4, mönnunum okkar og börnum. Ég byrjaði tímanlega á peysunni og allt það en einhvern veginn vill það enda þannig að allt verður á síðustu stundu. Ég kláraði peysuna, skolaði úr henni og lagði til. Saumaði síðan á hana tölur og tók myndir. Það var ekki fyrr en ég skoðaði myndirnar að ég tók eftir vitleysunni sem ég gerði.
Sástu hana? Mikil ósköp, peysan var búin að liggja fyrir framan mig og ég búin að taka myndir og sá ekki að þegar ég saumaði tölurnar á hana skekkti ég munstrið. Sem betur fer var ég ekki búin að afhenda hana en ég hafði bara ca. hálftíma til að laga þetta (á Þorláksmessu) því við vorum að fara að hittast hjá ömmu og gefa henni peysuna.
En ég náði það laga hana og þá leit hún svona út. Allt annað. Munstrið stenst á og allt í himna lagi.
Það var mjög gaman að prjóna peysuna og dáldið langt síðan ég hef fengið svona áskorun eins og þetta munstur var. En uppskriftin var vel skrifuð (á norsku) og ekkert mál að fylgja henni. Útgefendur íslenskra prjónablaða mættu taka þetta sér til fyrirmyndar því stundum eru uppskriftirnar svo illa skrifaðar að það mætti ætla að þær hafi ekki verið prufuprjónaðar.
Amma var mjög ánægð með peysuna svo tilgangnum var náð og ég fór ánægð heim frá henni að klára það sem var eftir að gera fyrir jól eins og að klára að prjóna hauskúpuhúfuna hans Darra.
Eins og alltaf eru allar stafsetningavillur á ábyrgð Sólveigar systur. ;-)
Saturday, January 15, 2011
Fleiri jólagjafir
Ég prjónaði þessa húfu handa mági mínum og gaf í jólagjöf. Hún er úr alpakaull og svo ótrúlega mjúk. Alpakaullin er bæði mýkri og loftkenndari en kindaullin að mínu mati.

Svo kemur örlítil angóruáferð á hana.
Myndavélin hjá mér er greinilega ekki nógu góð því litirnir í húfunni voru brúnir. Ég valdi dökkbrúnan og millibrúnam lit sem tónuðu fallega saman. Á myndinni virðast litirnir fara út í fjólulitaðan tón. Hmm ekki nógu gott. Ólöf, ef þú lest þetta máttu taka mynd af þessari húfu fyrir mig......
og nú kemur í ljós hvort þú nennir að lesa bloggið mitt. Hehe.
Ég fann þessa fínu mynd af dýrinu sem framleiðir alpacaull. Dýrið er kallað alpaca á ensku og kemur frá suður Ameríku. Ætli það sé líka kallað alpaka á íslensku?
Friday, January 7, 2011
Jólagjafapakki 3
Þá er komið að jólagjöf númer þrjú. Ég prjónaði dúkkukjól handa 6 ára frænku minni.


Fyrir einhverju síðan bað hún mig um að prjóna sparikjól handa dúkkunni og ég ákvað að búa þennan til.
Hann er með gataprjóni neðan á og á ermunum. Enn og aftur klikkaði ég á því að það virðist ekki vera hægt að snúa mynd og setja hana inn í bloggið. Því er hún á hlið. Það hlýtur að vera komið að því að ég muni þetta og taki ekki myndir á hlið :-)
Loksins er komin helgi. Þetta er búin að vera ein lengsta vika vetrarins. Það er ótrúlega erfitt að byrja að vinna eftir gott frí, sérstaklega þegar sólarhringnum er hliðrað fram á nótt og til hádegis. Ég ætla að reyna að safna kröftum um helgina og reyna að hressa mig eftir leti- og átlífið í jólafríinu.
Subscribe to:
Posts (Atom)