Fyrst er að sýna vettlinga sem ég gerði fyrir pabba minn. Ég prjónaði þá úr alpaca garni sem ég keypti í Rúmfatalagernum og er þetta garn æðislegt viðkomu. Það er mjúkt og gefur fallega áferð.
Uppskriftina fann ég á ganstudio.dk. Þar eru þeir reyndar prjónaðir úr fíngerðara garni en með því að auka grófleikann fékk ég stærri vettlinga sem pössuðu á karlmannshönd.
Næst var að klára að prjóna alla líkamsparta og sauma þá saman. Þar sem hvíta garnið kláraðist varð bangsinn að fara í nærbuxur og fékk hann þessar líka fínu bleiku.
Því næst var að staðsetja eyrun á hann og sauma andlitið á.
Að lokum var að dressa bangsa upp og úr varð þessi líka fíni ballerínubangsi í tútupilsi og allt...
Nú er komið að sokkunum sem ég prjónaði. Ólöf systir fékk þessa útprjónuðu sokka. Þeir eru með gatamunstri sem er þannig að ekki var hægt að horfa á sjónvarp þegar það var prjónað. Það varð að einbeita sér algjörlega að munstrinu.
En afraksturinn var þannig að það var þess virði að einbeita sér svona að þeim. Ég var svakalega ánægð með sokkana og ætla að prjóna svona handa mér líka....... einhverntíman.