Stærð: 6 – 8 ára
Garn: Smart frá Sandnes, 1 dokka aðalllitur og ein dokka af þeim litum sem eru notaðir í munstur. Gott er að nota einn af munsturlitunum í kanntin neðan á húfunni.
Prjónar: Ermaprjónar og sokkaprjónar nr. 3,5
Prjónfesta: Eins og gefin er upp fyrir garnið.
Athugið að ég gef ekki upp munstrið í húfunni þar sem ég fékk það lánað annars staðar frá. Auðvelt er að nota hvaða munstur sem er, bara þarf að gæta þess að það passi við lykkjufjöldann.
Byrjað er á að prjóna eyrun.
Eyra:
Fitjið upp 5 lykkjur og prjónið slétt prjón.
Prjónið 1 umferð.
Nú hefst útaukning.
Prjónið 2 lykkjur, aukið um 1 lykkju, prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur.
Nú eru 7 lykkju á prjóninum
Prjónið 1 umferð slétt til baka.
Þessar 2 umferðir eru prjónaðar þar til 23 lykkjur eru á prjóninum.
Gætið þess að alltaf er aukið út eftir fyrstu 2 lykkjurnar og fyrir síðustu 2 lykkjurnar.
Prjónið áfram þar til allt mælist 6 cm. Geymið.
Prjónið annað eyrnastykki alveg eins.
Húfa:
Prjónið eyra, fitjið upp 18 lykkjur (bak), prjónið hitt eyrað, fitjið upp 44 lykkjur (fram). Tengið saman í hring.
Þá eru 108 lykkjur á prjóninum.
Prjónið 3 umferðir.
Aukið í næstu umferð út um 1 lykkju fyrir ofan hvort eyra, 110 lykkjur eru á prjóninum.
Prjónið þar til allt mælist 15 cm.
Nú hefst úrtaka fyrir kollinn:
Úrtaka: Prjónið 9 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Þetta er endurtekið allan hringinn og þá eru 100 lykkjur á prjóninum.
Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Úrtaka: Prjónið 8 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Þetta er endurtekið allan hringinn. Prjónið 2 umferðir án úrtöku.
Úrtaka: Prjónið 7 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Þetta er endurtekið allan hringinn. Prjónið 1 umferðir án úrtöku.
Þessi úrtaka er prjónuð áfram þar sem alltaf er einni lykkju minna á milli úrtakanna.
Prjónið svona þar til 10 lykkjur eru eftir á prjóninum.
Prjónið þá 6 umferðir án úrtöku.
Klippið þá bandið og dragið í gegn um lykkjurnar.
Kanntur:
Byrjið við miðju að aftan. Takið upp 1 lykkju í hverja prjónaða lykku framan og aftan á. Á eyrunum er teknar upp 2 lykkjur í hverjar 3 en passa þarf að við oddinn þarf að taka upp ca 3 lykkjur svo eyrað herpist ekki saman neðst.
Prjónið 4 garða.
Fellið laust af. Gott er að nota prjóna nr. 5 til að fella af með, þá eru minni líkur á að kannturinn herpist saman.
Frágangur: Gangið frá ölllum endum.